Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Á leið í monitor!

Ætli ljósan reyni að hreyfa við í 3ja skiptið??? Kemur í ljós.

Jæja... og hvað svo?

Hvernig yrði lífið með fimmbura á handleggnum... eða handleggjunum? Held maður þyrfti stærra hús... eða í það minnsta algera endurskipulaggningu á húsinu, stærri bíl... já, værum að tala um fjölgun úr 4 manna fjölskyldu í 9 manna!!!!

Úff... ok tvíburar en fimm!!!


mbl.is Fimmburafæðing gekk vel í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erum við að tala um að þolinmæðin sé á þrotum???

bumb 113Jæjajá... þið segið það!!!

Kallinn tók bumbumynd svona áður en bumbubúinn kemur í heiminn, það er ef krakkarassgatið ákveður að koma einhvern tímann í heiminn!!!

Guðný er búin að vera lasin og Guðmundur Tómas missteig sig. Þetta er það sem er að frétta af heimilinu á Bröttugötunni!

Ekki kannski það sem beðið er eftir... en samt einhverjar fréttir.

Annars liggja þessa dagana frammi undirskriftarlistar út af samgöngumálum Vestmannaeyja og beðið um kosningar um hvað bæjarbúar vilja. Ég er á því að það sé búið að taka ákvörðun, leyfum þeim að halda henni til streitu og sjáum hvernig þetta fer hjá þeim sem ráða. Nú ef þetta virkar þá hrópum við húrra en ef þetta klikkar þá skömmumst við. Mér finnst það miklu betra en að við séum að kjósa um eitthvað sem við vitum mismikið um og svo væri hægt að segja... Já, þetta vilduð þið! Wink Látum þá sem ráða um að  taka ákvarðanirnar, við skulum vona að þeir viti um hvað þeir eru að tala!

ÉG vill svo enda á að þakka allar kveðjurnar og klöppin á bakið... Læt ykkur vita með framhaldið! TJás honís!


Stuttur slagari!

Fór í gær til ljósu, hún hreyfði við og gaf mér eitthvað nefspray. Virkaði sem sé ekki neitt!

Bíð eftir hringingu frá henni í dag til að ákveða framhaldið!

Guðný er orðin veik, er með hita og hóstar eins og hún fái borgað fyrir það.

 


Sjúkrahúsdagur!

Skrýtið hvernig sumir dagar verða til!

Guðný mín er enn í spelku og á að fara til doksa í dag til að kanna hvernig beinið hefur gróið á þessum tveimur vikum. Hún er nánast á taugum yfir því að læknirinn ákveði að hún skuli vera lengur með "þetta drasl" á hendinni. Þetta drasl hefur verið valdur af því að hún hefur ekki mátt fara á handbolta-, fótbolta- eða frjálsíþróttaæfingar, hún hefur ekki mátt fara í leikfimi og ekki í sund, hún hefur farið töluvert sjaldnar í sturtu eða bað á þessum tveimur vikum en vanalega og henni finnst þetta bara ekkert sniðugt. Það er erfitt að skrifa, skera og skeina!!! Já, er nema von að barnið sé með krosslagða fingur og treysti því að allt sé eins og það best getur orðið á tveimur vikum!

Klukkutíma seinna fer ég svo í skoðun hjá ljósu... veit ekki hvernig það endar! Er ég orðin "hagstæð"? Ætlar hún að bústa mér af stað? Eða bíðum við eftir því að þessir verkir verði alvöru??? Verð að segja að ég er bara orðin drullu óþolinmóð en það er kannski bara af því að ég náði heilum tveimur tímum í svefn í nótt. Frá 2 til 4. Gafst svo upp á að reyna að kreista augun og sussa á krakkarassgatið sem hreyfði sig ekkert smá, kveikti ljósið og fór að lesa þar til vekjaraklukkan hringdi um 7. Núna náttúrulega svíður mig bara í augun enda farið að halla í næsta tveggja tíma lúr... sem ég get þá tekið eftir hádegi... ef ekkert verður gert hjá ljósu!!!

Það er vandlifað!!! LoL 


Sláturtíð!

Jæja, tókum slátur í gær á Hrauntúninu!  Ógeðslega gott hjá okkur! Og við dugleg, ekki satt???

Horfðum svo á Liverpool vinna Fulham, var reyndar ekkert allt of bjartsýn.... og eiginlega skil ekki hvernig við förum að því að vera í 4. sæti deildarinnar... eins og mér finnst ekkert hafa gengið!

Annars er það að frétta að þolinmæði Guðnýjar er á þrotum, svo ég noti hennar orðalag og Guðmundur Tómas er sannfærður um að krakkinn sé hættur við!

Drífa ljósa bíður bara eftir símtalinu sem aldrei kemur! hehehe 

Hey, setti inn könnun í tilefni þess að allir eru að bíða!!!


Hangi bara heima allan daginn!

Jæja já, þið segið það!!!

Hér er ekkert að gerast, les, sauma út, glápi á tv og vafra um netið allan liðlangann daginn. Fæ verki í skorpum en krakkarassgatið hættir bara við. Hefur það greinilega allt of kósý þarna inni!

Haldiði að kallinn hafi ekki boðið mér út að borða á rómantíska veitingastaðinn við sjávarsíðuna í hádeginu! (Er náttúrulega að tala um Skýlið fyrir ykkur fattlausu... fyrir ykkur sem þekkið ekki til þá er það N1 búðin á bryggjunni) Fékk mér agalega góða rækjuloku!!!

Er búin að horfa á Fracture með Anthony Hopkins, assvílli góð ræma þar á ferð... horfði líka á Mýrina (aftur) og hún er náttúrulega bara skyldueign!

Skellti mér í Office 1 áðan  og splæsti mér á nýja Arnald... þá verð ég að fara að haska mér í að klára Ian Rankin bókina sem ég er að lesa núna... um Rebus löggu (þessi skoski á RÚV) bara yndisleg típa (kýs að skrifa orðið típa með einföldu því að ekki er orðið dregið af túpu??? eða hvað??? heheheh)!

Hey, já... alveg rétt. Geir tók loksins bumbumynd. Þarf að skella henni inn við tækifæri!


Kallinn tekinn við Blogginu

   jæja, þá er ég (Geir) tekinn við bloggsíðunni um stundarsakir. 

     Við kíktum uppá fæððingarstofu í morgunn, eftir að Sigþóra hafði ekki sofið nema í 1 klst. í nótt.  Greinilega einhverjir verkir komnir, en ekki alveg nóg (ef það má orða það þannig).  Komum svo aftur heim um kl. 11 og kíktum á "Mýrina"........eða sko ég ´kíkti á hana, Sigþóra sofnaði eins og steinn.   Þannig að ég dreif mig í vinnuna eftir hádegi og hun slakaði á.  Allt eins og það á að vera.

   Annars er þetta bara prufa hjá mér svo ég geti nú komið með fréttirnar til ykkar um leið og eitthvað gerist.

ps.  Ég er ekki alveg með á hreinu hversu margir eru búnir að biðja um SMS um leið og eitthvað gerist, svo ég geri bara mitt besta í þeim efnum og treysti á að fréttirnar verði fljótar að berast öllum sem vilja fylgjast með.

                        Kveðja Geir Reynisson


Heybabilúba!

Heyriði... það er bara ekkert að gerast!

Stefnir allt í einn mesta þrjóskupúka fjölskyldunnar (veit ekki hvort fjölskyldan megi við einum þrjóskupúkanum enn?)! Búið að þurfa að hafa ansi fyrir þessu kríli!

Krakkarassgatið byrjaði nú á að neita að snúa sér og endaði það á því að tvær fílhraustar konur tókust á við barnið í gegnum bumbuna... nú neitar krakkarassgatið að skorða sig almennilega!!! Lætur mig sko alveg finna fyrir því að því líður best þegar ég ligg á hægri hliðinni og ef meðgangan verður mikið lengri verð ég komin með legusár á hægri síðuna!!!

Krakkarnir (þessi eldri) eru nú að verða óþolinmóð, þó sérstaklega Guðný, þar sem hún hefur getað verið óvenjumikið heima hjá sér í 2 vikna íþróttapásunni sinni.

Allt er klárt á heimilinu og meira að segja mætti mamma til mín í gær í kaffi og skúraði húsið í leiðinni!!! Bara yndislegt sko!

Nú er bara að sjá hvort verkirnir sem hefjast á hverju kvöldi hætti ekki við að hætta eins og undanfarna 10 daga!!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband